þri 19. nóvember 2019 06:00 |
|
ESPN: Eigendur PSG færast nær Leeds
ESPN hefur eftir heimildarmönnum sínum að Qatar Sports Investments sé að færast nær því að ganga frá kaupum á Leeds United, sem hefur verið í toppbaráttu Championship deildarinnar undanfarin misseri.
Eigendur Leeds hafa verið í viðræðum við QSI stóran hluta ársins en það eru tveir aðrir fjárfestahópar sem hafa áhuga á að kaupa félagið af Ítalanum Andrea Radrizzani.
QSI hefur þó forystuna þar sem forseti fyrirtækisins, Nasser al-Khelaifi, er góður vinur Radrizzani og eiga þeir viðskiptasögu að baki.
Viðræður eru í fullum gangi og segir í frétt ESPN að samkomulag muni ekki nást á næstunni en á undanförnum dögum hefur verið stigið skref í rétta átt.
Ein af ástæðunum fyrir því að viðræðurnar ganga hægt fyrir sig er framtíð Bretlands vegna Brexit.
Eigendur Leeds hafa verið í viðræðum við QSI stóran hluta ársins en það eru tveir aðrir fjárfestahópar sem hafa áhuga á að kaupa félagið af Ítalanum Andrea Radrizzani.
QSI hefur þó forystuna þar sem forseti fyrirtækisins, Nasser al-Khelaifi, er góður vinur Radrizzani og eiga þeir viðskiptasögu að baki.
Viðræður eru í fullum gangi og segir í frétt ESPN að samkomulag muni ekki nást á næstunni en á undanförnum dögum hefur verið stigið skref í rétta átt.
Ein af ástæðunum fyrir því að viðræðurnar ganga hægt fyrir sig er framtíð Bretlands vegna Brexit.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
14:30
13:18
09:18
21:14
07:00