Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 19. nóvember 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
FIFA vill setja reglur um fæðingarorlof
Mynd: Getty Images
FIFA ætlar að búa til nýja reglugerð sem gerir það að verkum að þær konur sem eru atvinnumenn í fótbolta geti farið í fæðingarorlof.

Margir leikmenn í Evrópu eru með þessi réttindi í sínum löndum en FIFA vill gera reglugerð fyrir allan heiminn.

„Enginn leikmaður ætti að tapa á því að verða ólétt," segir í reglugerðinni.

Í reglugerðinni kemur fram að leikmenn eigi rétt á 14 vikna fæðingarorlofi þar sem þeir fái að minnsta kosti 2/3 af launum sínum.

Þá er sagt að félög eigi að sýna leikmönnum stuðning í endurkomu sinni á fótboltaavöllinn eftir barneignir.
Athugasemdir
banner
banner
banner