Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. nóvember 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hilmar McShane framlengir í Grindavík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík tilkynnti í gær á samfélagsmiðli sínum að Hilmar Andrew McShane hafi skrifað undir nýjan samning við félagið.

Hilmar skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2022.

Hilmar er 21 árs gamall miðjumaður sem lék tíu leiki i Lengjudeildinni í sumar. Hilmar lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki fimmtán ára gamall þegar han kom inn á í lið Keflavíkur árið 2014. Hann er sonur Paul McShane sem lék á sínum tíma 207 leiki í efstu deild á Íslandi.

Í kringum fyrsta deildarleik Hilmars var rætt um að hann gæti valið á milli þess að spila með Íslandi eða Skotlandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner