Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru komnar áfram í 8-liða úrslit þýska bikarsins eftir 7-0 stórsigur á Duisburg.
Glódís var eins og venjulega í byrjunarliði Bayern og spilaði allan leikinn í vörn liðsins.
Bayern raðaði inn mörkunum og Glódís hélt öllu í röð og reglu í vörninni.
Mörkin urðu sjö og flaug Bayern örugglega áfram í 8-liða úrslitin en Glódís lék allan leikinn.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru ekki með vegna meiðsla.
Athugasemdir