Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. nóvember 2022 19:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Hefði getað hjálpað honum að verða einn besti leikmaður heims"
Mynd: Getty Images

Jesse Marsch stjóri Leeds United segir að hann hefði getað gert Rodrigo, lekmann liðsins, að einum besta leikmanni heims.


Rodrigo er 31 árs gamall en hann gekk til liðs við Real Madrid þegar hann var 18 ára. Honum tókst ekki að brjóta sér leið inn í aðalliðið og gekk til liðs við Benfica aðeins ári síðar.

Hann gekk til liðs við Leeds fyrir tveimur árum en hann hefur slegið í gegn á þessari leiktíð, hann er með 9 mörk og eina stoðsendingu í 13 leikjum.

„Hann er 31 árs og ég hef sagt við hann að það sé svekkjandi að ég hafi ekki þekkt hann þegar hann var átján ára því ég hefði getað hjálpað honum að verða einn besti leikmaður heims, ég trúi því í alvöru," sagði Marsch.

„Við erum enn að sjá að hann getur bætt sig, hann staðráðinn í að gera það. En svo það geti gerst verð ég að kynnast honum sem manneskju, hvað fær hann til að tikka. Fyrir hverju er hann viðkvæmur? Hvað gerir hann sterkari?" 


Athugasemdir
banner
banner