Hinn 18 ára gamli Kenan Yildiz var í byrjunarliði Tyrklands sem lagði Þýskaland að velli í æfingalandsleik í gær.
Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Yildiz með A-landsliðinu og skoraði hann í 2-3 sigri á Ólympíuleikvanginum í Berlín.
18.11.2023 22:01
Fyrsta tapið undir stjórn Nagelsmann
Yildiz er fæddur í Þýskalandi en með tyrkneska foreldra og er því gjaldgengur í bæði landslið.
Hann lék fyrir U17 og U21 landslið Tyrklands og voru Tyrkirnir snöggir að gefa honum tækifæri með A-landsliðinu eftir að hafa heyrt af áhuga þýska landsliðsins.
Þjóðverjar voru að skoða Yildiz og íhuguðu að bjóða honum að spila fyrir A-landsliðið en þeim tókst ekki að sannfæra táninginn, sem hefur kosið Tyrkland.
Hann fékk að spila síðustu mínúturnar í sigri gegn Króatíu í undankeppni EM í október, þar sem Tyrkir eru búnir að tryggja sér sæti á lokamótinu eftir góða undankeppni, og fékk sinn fyrsta byrjunarliðsleik í gær.
Yildiz er uppalinn hjá FC Bayern en skipti yfir til Juventus í fyrra og hefur komið við sögu í fimm deildarleikjum með ítalska stórveldinu í haust.
Athugasemdir