Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U21: Hagstæð úrslit í riðli Íslands
Úr leik Íslands og Lúxemborgar í síðasta mánuði.
Úr leik Íslands og Lúxemborgar í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Lúxemborg 2 - 1 Sviss
0-1 Franz-Ethan Meichtry ('66)
1-1 Helmer Tavares Heleno ('70)
2-1 Cyrill May, sjálfsmark ('86)

Það urðu óvænt úrslit í riðli Íslands í undankeppni U21 landsliða fyrir EM 2027. Lúxemborg vann í gær óvæntan endurkomusigur á heimavelli gegn Sviss.

Sviss komst yfir en Lúxemborg svaraði með tveimur mörkum og náði í sinn fyrsta sigur í riðlinum.

Sviss, Færeyjar og Ísland eru, eins og staðan í riðlinum er núna, að berjast um annað sæti riðilsins, á eftir Frökkum. Ísland og Lúxemborg eiga bæði eftir að mæta Frökkum tvisvar.

Ísland vann Lúxemborg í Lúxemborg síðasta fimmtudag og er með átta stig eftir fimm fyrstu leikina.

Frakkland vann nauman 1-0 sigur á Færeyjum á mánudag þar sem Mathys Tel skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu.

Næstu leikir í riðlinum fara fram í mars á næsta ári. Stöðuna í riðlinum má sjá hér að neðan.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 3 1 0 14 - 2 +12 10
2.    Færeyjar 6 3 0 3 6 - 12 -6 9
3.    Sviss 5 2 2 1 7 - 4 +3 8
4.    Ísland 5 2 2 1 7 - 5 +2 8
5.    Lúxemborg 5 1 1 3 6 - 9 -3 4
6.    Eistland 5 0 2 3 5 - 13 -8 2
Athugasemdir
banner