Craig Gordon varði mark Skotlands í leiknum gegn Dönum í undankeppni HM í gær. Skotar unnu leikinn á dramatískan hátt og eru á leið á HM í fyrsta sinn í 28 ár.
Gordon fékk kallið í liðið vegna meiðsla en hann segir að hann hafi verið mjög nálægt því að leggja hanskana á hilluna í sumar. Gordon verður 43 ára í lok árs og er orðinn elsti Evrópubúinn til að spila í undankeppni HM.
Angus Gunn, markvörður Nottingham Forest, er aðalmarkmaður landsliðsins en hann glímir við hnémeiðsli.
Gordon fékk kallið í liðið vegna meiðsla en hann segir að hann hafi verið mjög nálægt því að leggja hanskana á hilluna í sumar. Gordon verður 43 ára í lok árs og er orðinn elsti Evrópubúinn til að spila í undankeppni HM.
Angus Gunn, markvörður Nottingham Forest, er aðalmarkmaður landsliðsins en hann glímir við hnémeiðsli.
„Ég er búinn að spila í 21 ár með landsliðinu. Að fara í gegnum það allt og enda þetta á kvöldi eins og þessu er ótrúlegt."
„Ég var mjög nálægt því að hætta í sumar og Steve Clarke var sá sem sagði mér að gefa þessu eitt ár í viðbót."
„Þetta er allt orðið þess virði. Allt erfiðið, öll vonbrigðin," segir Gordon sem spilaði í gær sinn 83. landsleik.
„Ég veit ekki hvernig ég á að koma þessu í orð. Ég hef elt þennan draum í um 20 ár. Þetta er fyrir alla," segir Gordon sem er varamarkmaður Hearts. Þar er hann í liði með Tómasi Bent Magnússyni.
Ef Gordon spilar á HM verður hann næstelsti leikmaður í sögu keppninnar á eftir Essam El Hadary sem varði mark Egypta á HM í Rússlandi 2018. El Hadary var 45 ára og 161 dags gamall þegar hann spilaði gegn Sádi-Arabíu.
Athugasemdir



