Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 20. janúar 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Fagn Salah og Alisson minnti á Ngog og Reina
Markvörðurinn Alisson mætti á spretti fram völlinn í gær til að fagna eftir að Mohamed Salah innsiglaði 2-0 sigur á Manchester United í viðbótartíma.

Markið kom fyrir framan The Kop stúkuna en fagnaðarlæti Alisson þóttu minna á fagnaðarlæti Pepe Reina í leik Liverpool og Manchester United árið 2009.

Reina hljóp þá fram allan völlinn til að fagna með franska framherjanum David Ngog eftir að hann skoraði í viðbótartíma og kom Liverpool í 2-0.

Hér að neðan má sjá fagnið hjá Reina og Ngog árið 2009.


Athugasemdir
banner