Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. janúar 2021 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea rætt um Tuchel - Shevchenko möguleiki?
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard er orðinn ansi valtur í sessi sem knattspyrnustjóri Chelsea eftir dapurt gengi að undanförnu.

Chelsea tapaði 2-0 fyrir Leicester á útivelli í gær og situr í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 19 leiki.

Samkvæmt norska fjölmiðlamanninum, Jan Aage Fjortoft, þá eru forráðamenn Chelsea búnir að ræða um að ráða þýska knattspyrnustjórann Thomas Tuchel til starfa.

Tuchel var síðastliðinn aðfangadag rekinn frá Paris Saint-Germain í Frakklandi en þar áður stýrði hann Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Fjortoft segir að engin ákvörðun hafi enn verið tekin varðandi Lampard en litið sé á Tuchel sem besta kostinn til að taka við á miðju tímabili.

Veðmálafyrirtækið Betfair hefur gefið út stuðla á hver verður næsti stjóri Chelsea. Þar er Tuchel efstur á lista, en næstir koma Andriy Shevchenko og Max Allegri.

Shevchenko er athyglisvert nafn í umræðuna. Hann var frábær sóknarmaður á sínum tíma en átti ekki frábæran tíma með Chelsea sem leikmaður. Hann hefur þjálfað landslið Úkraínu frá 2016. Allegri er Ítali sem stýrði síðast Juventus og vann þar fimm Ítalíumeistaratitla.


Athugasemdir
banner
banner
banner