Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 20. janúar 2022 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afríkukeppnin: Riðlarnir búnir, útsláttarkeppnin framundan
Úr leik Túnis og Malí í riðlinum.
Úr leik Túnis og Malí í riðlinum.
Mynd: Getty Images
Þá er riðlakeppnin í Afríkumótinu á enda komin. Síðasti riðillinn var að klárast og núna tekur útsláttarkeppnin við.

Það var Malí sem stóð uppi sem sigurvegari í F-riðlinum með sjö stig. Þeir lögðu Máritaníu að velli í lokaleik sínum í riðlinum. Bakvörðurinn Massadio Haidara skoraði eftir aðeins tvær mínútur og var það draumabyrjun fyrir Malí.

Ibrahima Kone bætti við öðru marki úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleiknum og þar við sat, lokatölur 2-0 fyrir Malí sem endar með sjö stig, líkt og Gambía.

Gambía fór með sigur af hólmi þar sem þeir skoruðu seint í uppbótartímanum. Túnis klikkaði á vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Gambía endar líka með sjö stig en hafnar í öðru sæti. Túnis fer líka áfram sem eitt af fjórum liðum með bestan árangur í þriðja sæti.

Framundan eru 16-liða úrslitin!

Gambía 1 - 0 Túnis
0-0 Seifeddine Jaziri ('45 , Misnotað víti)
1-0 Mohammed Jallow-Mbye ('90 )

Malí 2 - 0 Máritanía
1-0 Massadio Haidara ('2 )
2-0 Ibrahima Kone ('49 , víti)

Önnur úrslit í dag:
Fagna því að íslenska hefðin haldi áfram
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner