Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 21:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Barcelona hótuðu stjóra Getafe lífláti
José Bordalás
José Bordalás
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Barcelona voru alltof blóðheitir eftir jafntefli liðsins gegn Getafe um helgina.

Þá voru starfsmenn Barcelona einnig reiðir eftir leikinn sem endaði með 1-1 jafntefli en Joan Laporta, forseti félagsins, sagði að frammistaða dómarateymisins hafi verið algjör skandall.

Getafe hefur haft góð tök á Barcelona undanfarin ár en Barcelona hefur ekki unnið á heimavelli Getafe í fimm ár.

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að stuðningsmenn Barcelona hafi hótað José Bordalás, stjóra Getafe, og fjölskyldu hans lífláti. Þá sagði Alejandro Balde, leikmaður Barcelona, að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníð á meðan á leiknum stóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner