Gamla markamaskínan Alan Shearer hefur tjáð sig um Manchester United en vandræði liðsins héldu áfram með 3-1 tapi gegn Brighton í gær.
Shearer segir að liðið sé verra undir Rúben Amorim en það var undir Erik ten Hag sem var rekinn í október.
Shearer segir að liðið sé verra undir Rúben Amorim en það var undir Erik ten Hag sem var rekinn í október.
„Þeir geta ekki spilað þann bolta sem Amorim vill spila. Þeir geta einfaldlega ekki framkvæmt þetta," segir Shearer sem fór yfir málin á BBC en portúgalski stjórinn spilar með þriggja miðvarða kerfi.
„Amorim er alveg fastur í sínum leikstíl en leikmennirnir sem hann er með passa ekki inn í þetta."
Athugasemdir