Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. febrúar 2020 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Lingard og Dalot lélegir - Raggi fékk 6
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United gerði jafntefli við Club Brugge í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Sky Sports gaf leikmönnum einkunnir.

Club Brugge komst yfir í fyrri hálfleik þökk sé marki frá Emmanuel Bonaventure Dennis, sem er ýmist kallaður Bonaventure eða Dennis.

Dennis gerði vel að skora eftir langa spyrnu frá Simon Mignolet, sem fékk skráða stoðsendingu. Dennis var valinn maður leiksins og fékk 8 í einkunn. Mignolet fékk 7 fyrir sinn þátt, rétt eins og Anthony Martial.

Martial gerði jöfnunarmark Man Utd fyrir leikhlé og var meðal bestu leikmanna Rauðu djöflanna, ásamt Harry Maguire og Brandon Williams. Sergio Romero fékk einnig 7 í einkunn þrátt fyrir herfileg mistök í opnunarmarkinu.

Diogo Dalot og Jesse Lingard þóttu slakastir í liði Man Utd ásamt Odion Ighalo sem kom inn af bekknum.

Club Brugge: Mignolet (7), Mata (6), Kossounou (6), Mechele (5), Deli (6), Rits (6), Balanta (5), Vanaken (6), Dennis (8), Tau (7), De Cuyper (8).
Varamenn: Vormer (6), De Ketelaere (5), Schrijvers (5).

Man Utd: Romero (7), Shaw (6), Maguire (7), Lindelof (6), Dalot (5), Williams (7), Pereira (6), Matic (6), Lingard (5), Mata (6), Martial (7).
Varamenn: Fred (6), Fernandes (6), Ighalo (5).



Ragnar Sigurðsson var þá í byrjunarliði Kaupmannahafnar sem gerði 1-1 jafntefli við Celtic.

Raggi spilaði fyrstu 86 mínútur leiksins en fékk aðeins 6 fyrir sinn þátt, minna en samherjar hans í varnarlínunni.

Odsonne Edouard skoraði mark Celtic í leiknum og var valinn maður leiksins með 8 í einkunn. Dame N'Doye gerði mark Kaupmannahafnar og fékk 7.

Kaupmannahöfn: Johnsson 8, Varela 7, Nelsson 7, Sigurdsson 6, Oviedo 7, Biel 5, Stage 5, Zeca 7, Falk Jensen 7, N'Doye 7, Santos 7.
Varamenn: Kaufmann 8, Bengtsson 6, Papagiannopoulos 6

Celtic: Forster 8, Frimpong 6, Ajer 8, Jullien 7, Hayes 8, Brown 6, McGregor 6, Ntcham 6, Forrest 7, Christie 7, Edouard 8.
Varamenn: Elyounoussi 6, Bitton 6, Simunovic 6
Athugasemdir
banner
banner