Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. febrúar 2020 19:53
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Mignolet lagði upp í jafntefli gegn Man Utd
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Átta fyrstu leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni var að ljúka og var Manchester United eina enska félagið sem mætti til leiks.

Rauðu djöflarnir heimsóttu Club Brugge til Belgíu en tókst ekki að sækja sigurinn. Heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik þegar Emmanuel Dennis skoraði eftir langa markspyrnu Simon Mignolet.

Varnarmenn Man Utd töpuðu kapphlaupinu við Dennis og fór Sergio Romero í galið úthlaup úr markinu sem stóð eftir autt. Dennis gerði mjög vel að klára með fyrstu snertingu, hann lyfti knettinum yfir Romero sem átti aldrei möguleika eftir að hann yfirgaf marklínuna.

Anthony Martial jafnaði fyrir leikhlé. Hann stal knettinum þá af miðverði heimamanna, stakk hann af og kláraði örugglega.

Leikurinn var nokkuð jafn og fengu bæði lið fín færi en ekki tókst að gera sigurmark. Það er því enn allt opið fyrir síðari viðureign liðanna á Old Trafford að viku liðinni.

Club Brugge 1 - 1 Manchester Utd
1-0 Emmanuel Dennis ('15 )
1-1 Anthony Martial ('36 )

Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði Kaupmannahafnar sem fékk Skotlandsmeistara Celtic í heimsókn.

Celtic gjörsamlega stjórnaði fyrri hálfleiknum og voru gestirnir óheppnir að leiða aðeins með einu marki í leikhlé. Odsonne Edouard skoraði markið eftir góða sókn.

Jafnræði ríkti með liðunum eftir leikhlé og einkenndist síðari hálfleikurinn af mikilli baráttu. Dame N'Doye jafnaði fyrir Kaupmannahöfn og fengu heimamenn kjörið tækifæri til að stela sigrinum en Jens Stage brenndi af af vítapunktinum.

Lokatölur urðu því 1-1 og spennandi viðureign framundan á Celtic Park.

FC Kobenhavn 1 - 1 Celtic
0-1 Odsonne Edouard ('14 )
1-1 Dame N'Doye ('52 )
1-1 Jens Stage, Kaupmannahöfn ('79, misnotað víti)

Sevilla heimsótti CFR Cluj og náði aðeins jafntefli á útivelli á meðan Inter sigraði búlgörsku meistarana í Ludogorets með tveimur mörkum gegn engu.

Christian Eriksen og Romelu Lukaku skoruðu mörkin og þá komu Alexis Sanchez, Victor Moses og Ashley Young einnig við sögu í liði Inter.

Getafe lagði Ajax að velli í hörkuslag þar sem Brassarnir Deyverson og Kenedy sáu um markaskorunina. Ajax átti aðeins tvær marktilraunir í leiknum og fór hvorug á rammann.

Eintracht Frankfurt skellti RB Salzburg á meðan Sporting CP lagði Basaksehir og Shakhtar Donetsk sigraði Benfica. Daichi Kamada setti þrennu í sigri Frankfurt.

Cluj 1 - 1 Sevilla
1-0 Ciprian Deac ('59 , víti)
1-1 Youssef En-Nesyri ('82 )

Ludogorets 0 - 2 Inter
0-1 Christian Eriksen ('71 )
0-2 Romelu Lukaku ('90 , víti)

Getafe 2 - 0 Ajax
1-0 Deyverson ('37 )
2-0 Kenedy ('93)

Sporting 3 - 1 Istanbul Basaksehir
1-0 Sebastian Coates ('3 )
2-0 Andraz Sporar ('44 )
3-0 Luciano Vietto ('51 )
3-1 Edin Visca ('77 , víti)

Eintracht Frankfurt 4 - 1 Salzburg
1-0 Daichi Kamada ('12 )
2-0 Daichi Kamada ('43 )
3-0 Daichi Kamada ('53 )
4-0 Filip Kostic ('56 )
4-1 Hee-Chan Hwang ('85 , víti)

Shakhtar Donetsk 2 - 1 Benfica
1-0 Alan Patrick ('56 )
1-1 Pizzi ('67 , víti)
2-1 Viktor Kovalenko ('72 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner