Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. febrúar 2021 08:55
Elvar Geir Magnússon
Framkvæmdastjóri ÍTF og Arnór Smára á X977 í dag
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það er mikið í gangi í íslensku fótboltapólitíkinni um þessar mundir og útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977í dag litast af því.

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, kemur í heimsókn og fer yfir það sem hæst er á baugi varðandi íslenska boltann í dag.

Ársþing KSÍ verður haldið eftir viku og þá urðu formannsskipti hjá ÍTF við umdeildar aðstæður á fimmtudaginn.

Í seinni hluta þáttarins verður pólitíkin lögð til hliðar. Helgi Valur Daníelsson verður á línunni og þá kemur Arnór Smárason, einn af nýju leikmönnunum hjá Íslandsmeisturum Vals, í heimsókn.

Arnór var meðal markaskorara Vals þegar liðið rúllaði yfir Grindavík í Lengjubikarnum í gær.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner