Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
   mið 20. mars 2013 21:51
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Blikar gerðu jafntefli á Akranesi
watermark Andri Rafn skoraði jöfnunarmark Blika
Andri Rafn skoraði jöfnunarmark Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 2 - 2 Breiðablik
1-0 Aron Ýmir Pétursson ('16)
2-0 Jóhannes Karl Guðjónsson ('33)
2-1 Sverrir Ingi Ingason ('67, víti)
2-2 Andri Rafn Yeoman ('75)

Skagamenn fengu Blika í heimsókn í Lengjubikarnum í dag og voru liðin í öðru og þriðja sæti riðils 2 í A deild karla fyrir leikinn.

Heimamenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en Blikum tókst að minnka muninn í síðari hálfleik þegar Sverrir Ingi Ingason skoraði úr vítaspyrnu.

Andri Rafn Yeoman tryggði Blikum þá stig með marki þegar korter var eftir af eðlilegum leiktíma og eru liðin nú tveimur (Breiðablik) og fjórum (ÍA) stigum frá toppliði Vals.
Athugasemdir