U19 ára landslið kvenna kemur saman í lok mánaðar í Portúgal og tekur þar þátt í seinni umferð undankeppninnar fyrir EM í sumar. Þórður Þórðarson, þjálfari liðsins, er búinn að velja hópinn fyrir verkefnið.
Ásamt Íslandi í riðli eru Noregur, Portúgal og Slóvenía. Þrjú ný nöfn eru í hópnum frá hópnum sem var valinn fyrir síðasta verkefni. Hrafnildur Ása Halldórsdóttir, Katla Guðmundsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir koma inn. Þær koma inn fyrir Olgu Lind Gestsdóttur, Karlottu Björk Andradóttur og Amalíu Árnadóttur sem voru í síðasta hóp en eru ekki með í þetta skiptið.
Ásamt Íslandi í riðli eru Noregur, Portúgal og Slóvenía. Þrjú ný nöfn eru í hópnum frá hópnum sem var valinn fyrir síðasta verkefni. Hrafnildur Ása Halldórsdóttir, Katla Guðmundsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir koma inn. Þær koma inn fyrir Olgu Lind Gestsdóttur, Karlottu Björk Andradóttur og Amalíu Árnadóttur sem voru í síðasta hóp en eru ekki með í þetta skiptið.
Hópurinn:
Helga Rut Einarsdóttir - Breiðablik
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir - Breiðablik
Líf Joostdóttir van Bemmel - Breiðablik
Jónína Linnet - FH
Margrét Brynja Kristinsdóttir - FH
Berglind Freyja Hlynsdóttir - FH
Viktoría Sólveig K. Óðinsdóttir - Haukar
Salóme Kristín Róbertsdóttir - Keflavík
Hrefna Jónsdóttir - Stjarnan
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir - Valur
Ísabella Sara Tryggvadóttir - Valur
Kolbrá Una Kristinsdóttir - Valur
Freyja Stefánsdóttir - Víkingur
Jóhanna Elín Halldórsdóttir - Víkingur
Bergdís Sveinsdóttir - Víkingur
Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir - Víkingur
Katla Guðmundsdóttir - KR
Sonja Björg Sigurðardóttir - Þór/KA
Bríet Jóhannsdóttir - Þór/KA
Brynja Rán Knudsen - Þróttur
Athugasemdir