Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fim 20. mars 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lautaro Martínez dregur sig úr landsliðshópnum
Mynd: EPA
Lautaro Martínez er búinn að bætast við meiðslalista argentínska landsliðsins og verður því ekki með í erfiðum leikjum gegn Brasilíu og Úrúgvæ í undankeppni HM í landsleikjahlénu.

Lautaro er þriðji mikilvægi sóknarleikmaðurinn sem dregur sig úr hópnum eftir Lionel Messi og Paulo Dybala.

Lautaro er að glíma við vöðvameiðsli, ekki ósvipuð meiðslunum hjá Messi, en talið er að Dybala verði frá keppni í aðeins lengri tíma.

Heimsmeistarar Argentínu eru í frábærri stöðu í undankeppni fyrir HM 2026, þeir tróna á toppi undandeildarinnar með fimm stiga forystu á næstu þjóð.

Brasilía og Úrúgvæ eru einnig á góðri leið með að tryggja sér þátttöku á HM 2026.
Athugasemdir
banner
banner
banner