Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. apríl 2021 20:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dalglish: Vonandi gerir Liverpool það rétta
Mynd: Getty Images
„Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir alla sem elska knattspyrnufélagið Liverpool," byrjar Sir Kenny Dalglish, goðsögn hjá Liverpool, tíst sitt í kvöld.

Mikill hiti hefur verið í knattspyrnuheiminum og á samfélagsmiðlum vegna áforma um Ofurdeild. Tólf félög ætluðu sér að stofna nýja deild en þegar hefur verið greint frá því að Chelsea og Manchester City ætli sér ekki vera með. Þá hefur einnig verið greint frá því að Atletico Madrid ætli sér ekki heldur að vera með.

„Og ég vona að við (Liverpool) gerum það rétta í stöðunni," sagði Dalglish.

Dalglish var leikmaður félagsins á árunum 1977-1990 og stjóri félagsins á árunum 1985-1991 og tók svo aftur við árið 2011 þegar Roy Hodgson var rekinn.

Enn hefur ekkert heyrst opinberlega frá Liverpool eftir tíðindi dagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner