Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. apríl 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Héraðsdómaranámskeið fyrir konur í dag
Mynd: Getty Images
Héraðsdómaranámskeið fyrir konur verður haldið í dag, þriðjudaginn 20. apríl kl. 17:30 í höfuðstöðvum KSÍ, á þriðju hæð.

Bríet Bragadóttir FIFA dómari kennir námskeiðið sem er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Af síðu KSÍ:
Héraðsdómaranámskeiðið veitir dómurum réttindi til að starfa á leikjum í meistaraflokki, en um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.

Einungis þeir sem lokið hafa byrjendanámskeiði hafa rétt á því að sitja námskeiðið. Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara og er námskeiðið ókeypis. Lögð er áhersla á hagnýtar hliðar dómgæslunnar.

Skráning er hafin á [email protected].

Athugasemdir
banner
banner
banner