Gluggadagsslúðrið - Arsenal gæti gert tilboð í Sterling eða Koeman - Chelsea áfram í viðræðum um Osimhen
   mið 20. apríl 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar óvænt í byrjunarliði Keflvíkinga - „Hann er í raun ekki að gera þetta neitt verra"
Rúnar Þór spilaði gegn Blikum í gær. Hér er hann eftir leik.
Rúnar Þór spilaði gegn Blikum í gær. Hér er hann eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti sérstaka athygli í leik Breiðabliks og Keflavíkur í gær að Rúnar Þór SIgurgeirsson var í byrjunarliði Keflvíkinga en hann átti upphaflega að missa af hluta tímabilsins.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, sagði frá því í viðtali á dögunum að það væri óvíst hvort Rúnar gæti verið með í sumar þar sem hann væri með kviðslit og væri á leið í aðgerð í lok apríl.

Það kom því heldur betur á óvart er hann var nefndur í byrjunarlið Keflvíkinga fyrir leikinn gegn Blikum í gær en hann spilaði 75 mínútur áður en honum var skipt af velli.

Rúnaar fékk leyfi til að prófa sig áfram og spila en það er möguleiki á því að aðgerðinni verði frestað fram í maí og myndi þá missa af færri leikjum.

„Rúnar er kviðslitinn en fékk leyfi til að prófa sig. Hann er í raun ekki að gera þetta neitt verra. Sumir hafa spilað með kviðslit, þannig hann er að skoða það hvort hann geti verið með okkur fram í maí og farið frekar í aðgerð þá frekar en í apríl því það eru bara einhverjir tveir leikir í júní. Þá missir hann af færri leikjum, þannig við erum að skoða það," sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net í gær.

Sjá einnig:
Óvíst var hvort Rúnar yrði með í sumar en hann er mættur
Siggi Raggi: Áttum í erfiðleikum með Ísak
Athugasemdir
banner
banner