Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
   lau 20. apríl 2024 20:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Engar afsakanir hjá Gregg Ryder - „Spilum á heimavelli í næsta leik"
Gregg á hliðarlínunni í dag, skrifar eitthvað á blað.
Gregg á hliðarlínunni í dag, skrifar eitthvað á blað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þurfa að skoða Elmar aftur.
Þurfa að skoða Elmar aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það voru nokkrar stöður sem hann hefði örugglega getað gert aðein betur í og ég held hann viti það.'
'Það voru nokkrar stöður sem hann hefði örugglega getað gert aðein betur í og ég held hann viti það.'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Fyrri hálfleikur var ekki nægilega góður af okkar hálfu. Allt sem við sýndum gegn Stjörnunni sem tengist ákefð var ekki til staðar í dag. Þegar þú gefur vel skipulögðu liði 1-0 forystu... við gátum ekki brotið þá niður," sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir tap gegn Fram á AVIS-vellinum í Laugardal.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

„Það vantaði upp á gæðin á boltanum, þau voru ekki til staðar í dag. Á móti Stjörnunni og Fylki vorum við mun nákvæmari í okkar aðgerðum á síðasta þriðjungi. Í dag gerðum við of mörg mistök í okkar uppspili og þetta var ekki nógu gott."

„Við vorum seinir í tvö návígi, varnarlínan var ekki í línu og þá er komið upp vandamál. Þegar þú gerir 2-3 mistök í röð þá er þér vanalega refsað."


Taktískt leikhlé?
Nokkrum mínútum síðar þurfti Guy Smit í markinu aðhlynningu. Var hann meiddur eða var þetta taktískt leikhlé hjá ykkur?

„Ég held að hann var að glíma við eitthvað og við vildum skoða það. Þetta passaði vel því við þurftum að tala við strákana."

Talandi um Guy, hann var nokkrum sinnum í brasi þegar hann var með boltann í löppunum í leiknum. Varstu stressaður?

„Ég myndi ekki segja að ég hafi verið stressaður. Það voru nokkrar stöður sem hann hefði örugglega getað gert aðein betur í og ég held hann viti það. Honum líður vel með boltann svo það er ekkert vandamál."

Fyrsta tapið sem þjálfari KR
„Í dag var þetta ekki það sem við vildum, en þetta er hluti af ferlinu. Við erum í endurbyggingu. Það sem er mjög jákvætt er að stuðningsmennirnir fóru ekki eftir leik, klöppuðu fyrir okkur og við kunnum mjög að meta það. Það sýnir að jafnvel þegar hlutirnir fara ekki vel þá erum við öll saman í þessu."

Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, þurfti að fara af velli snemma í seinni hálfleik. „Hann fann fyrir einhverju aftan í læri, það kom svolítið upp úr þurru. Við þurfum að skoða það aftur og sjá hvernig hann er."

Verður heimavöllur KR klár í næsta leik gegn Breiðabliki í næstu umferð?

„Já, við munum spila á heimavelli á móti Breiðabliki."

Engar afsakanir
Fréttaritari spurði Gregg hvort að veðrið hefði sett sinn strik í reikninginn í kvöld.

„Ég mun aldrei segja neitt um veðrið eða dómarana eða neitt þannig. Við stjórnum því hvað við gerum. Við vorum ekki nógu góðir í dag, þurfum að vera betri. Svo einfalt er það."
Athugasemdir
banner
banner