Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   lau 20. apríl 2024 20:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Engar afsakanir hjá Gregg Ryder - „Spilum á heimavelli í næsta leik"
Gregg á hliðarlínunni í dag, skrifar eitthvað á blað.
Gregg á hliðarlínunni í dag, skrifar eitthvað á blað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þurfa að skoða Elmar aftur.
Þurfa að skoða Elmar aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það voru nokkrar stöður sem hann hefði örugglega getað gert aðein betur í og ég held hann viti það.'
'Það voru nokkrar stöður sem hann hefði örugglega getað gert aðein betur í og ég held hann viti það.'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Fyrri hálfleikur var ekki nægilega góður af okkar hálfu. Allt sem við sýndum gegn Stjörnunni sem tengist ákefð var ekki til staðar í dag. Þegar þú gefur vel skipulögðu liði 1-0 forystu... við gátum ekki brotið þá niður," sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir tap gegn Fram á AVIS-vellinum í Laugardal.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

„Það vantaði upp á gæðin á boltanum, þau voru ekki til staðar í dag. Á móti Stjörnunni og Fylki vorum við mun nákvæmari í okkar aðgerðum á síðasta þriðjungi. Í dag gerðum við of mörg mistök í okkar uppspili og þetta var ekki nógu gott."

„Við vorum seinir í tvö návígi, varnarlínan var ekki í línu og þá er komið upp vandamál. Þegar þú gerir 2-3 mistök í röð þá er þér vanalega refsað."


Taktískt leikhlé?
Nokkrum mínútum síðar þurfti Guy Smit í markinu aðhlynningu. Var hann meiddur eða var þetta taktískt leikhlé hjá ykkur?

„Ég held að hann var að glíma við eitthvað og við vildum skoða það. Þetta passaði vel því við þurftum að tala við strákana."

Talandi um Guy, hann var nokkrum sinnum í brasi þegar hann var með boltann í löppunum í leiknum. Varstu stressaður?

„Ég myndi ekki segja að ég hafi verið stressaður. Það voru nokkrar stöður sem hann hefði örugglega getað gert aðein betur í og ég held hann viti það. Honum líður vel með boltann svo það er ekkert vandamál."

Fyrsta tapið sem þjálfari KR
„Í dag var þetta ekki það sem við vildum, en þetta er hluti af ferlinu. Við erum í endurbyggingu. Það sem er mjög jákvætt er að stuðningsmennirnir fóru ekki eftir leik, klöppuðu fyrir okkur og við kunnum mjög að meta það. Það sýnir að jafnvel þegar hlutirnir fara ekki vel þá erum við öll saman í þessu."

Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, þurfti að fara af velli snemma í seinni hálfleik. „Hann fann fyrir einhverju aftan í læri, það kom svolítið upp úr þurru. Við þurfum að skoða það aftur og sjá hvernig hann er."

Verður heimavöllur KR klár í næsta leik gegn Breiðabliki í næstu umferð?

„Já, við munum spila á heimavelli á móti Breiðabliki."

Engar afsakanir
Fréttaritari spurði Gregg hvort að veðrið hefði sett sinn strik í reikninginn í kvöld.

„Ég mun aldrei segja neitt um veðrið eða dómarana eða neitt þannig. Við stjórnum því hvað við gerum. Við vorum ekki nógu góðir í dag, þurfum að vera betri. Svo einfalt er það."
Athugasemdir
banner