Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   lau 20. apríl 2024 20:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Engar afsakanir hjá Gregg Ryder - „Spilum á heimavelli í næsta leik"
Gregg á hliðarlínunni í dag, skrifar eitthvað á blað.
Gregg á hliðarlínunni í dag, skrifar eitthvað á blað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þurfa að skoða Elmar aftur.
Þurfa að skoða Elmar aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það voru nokkrar stöður sem hann hefði örugglega getað gert aðein betur í og ég held hann viti það.'
'Það voru nokkrar stöður sem hann hefði örugglega getað gert aðein betur í og ég held hann viti það.'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Fyrri hálfleikur var ekki nægilega góður af okkar hálfu. Allt sem við sýndum gegn Stjörnunni sem tengist ákefð var ekki til staðar í dag. Þegar þú gefur vel skipulögðu liði 1-0 forystu... við gátum ekki brotið þá niður," sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir tap gegn Fram á AVIS-vellinum í Laugardal.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

„Það vantaði upp á gæðin á boltanum, þau voru ekki til staðar í dag. Á móti Stjörnunni og Fylki vorum við mun nákvæmari í okkar aðgerðum á síðasta þriðjungi. Í dag gerðum við of mörg mistök í okkar uppspili og þetta var ekki nógu gott."

„Við vorum seinir í tvö návígi, varnarlínan var ekki í línu og þá er komið upp vandamál. Þegar þú gerir 2-3 mistök í röð þá er þér vanalega refsað."


Taktískt leikhlé?
Nokkrum mínútum síðar þurfti Guy Smit í markinu aðhlynningu. Var hann meiddur eða var þetta taktískt leikhlé hjá ykkur?

„Ég held að hann var að glíma við eitthvað og við vildum skoða það. Þetta passaði vel því við þurftum að tala við strákana."

Talandi um Guy, hann var nokkrum sinnum í brasi þegar hann var með boltann í löppunum í leiknum. Varstu stressaður?

„Ég myndi ekki segja að ég hafi verið stressaður. Það voru nokkrar stöður sem hann hefði örugglega getað gert aðein betur í og ég held hann viti það. Honum líður vel með boltann svo það er ekkert vandamál."

Fyrsta tapið sem þjálfari KR
„Í dag var þetta ekki það sem við vildum, en þetta er hluti af ferlinu. Við erum í endurbyggingu. Það sem er mjög jákvætt er að stuðningsmennirnir fóru ekki eftir leik, klöppuðu fyrir okkur og við kunnum mjög að meta það. Það sýnir að jafnvel þegar hlutirnir fara ekki vel þá erum við öll saman í þessu."

Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, þurfti að fara af velli snemma í seinni hálfleik. „Hann fann fyrir einhverju aftan í læri, það kom svolítið upp úr þurru. Við þurfum að skoða það aftur og sjá hvernig hann er."

Verður heimavöllur KR klár í næsta leik gegn Breiðabliki í næstu umferð?

„Já, við munum spila á heimavelli á móti Breiðabliki."

Engar afsakanir
Fréttaritari spurði Gregg hvort að veðrið hefði sett sinn strik í reikninginn í kvöld.

„Ég mun aldrei segja neitt um veðrið eða dómarana eða neitt þannig. Við stjórnum því hvað við gerum. Við vorum ekki nógu góðir í dag, þurfum að vera betri. Svo einfalt er það."
Athugasemdir
banner
banner