Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
   lau 20. apríl 2024 16:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Tók Jóhann Berg nokkrar sekúndur að skora
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Berg Guðmundsson hefur ekki fengið margar mínútur inn á vellinum hjá Burnley að undanförnu en hann minnti á sig svo sannarlega í dag.


Hann kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og það tók hann um 20 sekúndur að setja boltann í netið.

Hann fékk boltann inn á teignum og lagði boltann fyrir vinstri fótinn og skaut í vinstra hornið.

Þetta var fyrsta mark hans á tímabilinu en hann er búinn að leggja upp tvö mörk.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Burnley sem er þremur stigum frá öruggu sæti en Nottingham Forest sem situr í 17. sæti á leik til góða gegn Everton á morgun.

Sjáðu markið hér fyrir neðan


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner