mið 20. maí 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kante sleppti æfingu af hræðslu við kórónuveiruna
Kante er 29 ára og hefur spilað 164 leiki fyrir Chelsea frá komu sinni til félagsins sumarið 2016.
Kante er 29 ára og hefur spilað 164 leiki fyrir Chelsea frá komu sinni til félagsins sumarið 2016.
Mynd: Getty Images
N'Golo Kante kaus að mæta ekki á æfingu hjá Chelsea í dag af hræðslu við kórónuveiruna.

Franski miðjumaðurinn var einn af mörgum úrvalsdeildarleikmönnum sem kusu að mæta ekki til æfinga í dag á fyrstu hópæfingum eftir að fótboltinn var stöðvaður í mars.

Kante mætti á æfingu í gær en neitaði að taka þátt í dag. Heimildarmenn Daily Mail segja Kante vera afar smeykan við að sýkjast og hefur Frank Lampard sýnt honum skilning.

Ekki er tekið fram hvort Kante eigi við undirliggjandi heilsuvandamál að stríða en tölfræðin í Bretlandi segir að svart fólk sé tvöfalt líklegra heldur en hvítt fólk til að látast útaf kórónuveirunni.

Kante er af malískum ættum og hefur fest sig í sessi meðal bestu miðjumanna heims undanfarin ár. Kante mun þó fá leyfi til að sleppa því að mæta á æfingar þar til hann telur það vera algjörlega öruggt. Þjálfarateymið telur hann búa yfir nægum aga til að halda sér í formi án þess að æfa með restinni af liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner