Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 20. maí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Styrkir BATE forskot sitt á toppnum?
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fer einn leikur fram í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi í dag.

Fótboltinn í Hvíta-Rússlandi hefur ekki verið stoppaður vegna kórónuveirufaraldursins og hefst tíunda umferðin þennan miðvikudaginn.

Íslendingalið BATE Borisov fer í heimsókn til Dinamo Brest, en með liði BATE leikur hinn efnilegi Willum Þór Willumsson.

Willum, sem er á sínu öðru tímabili í Hvíta-Rússlandi hefur á þessu tímabili spilað í átta af níu deildarleikjum BATE, en þar af hefur hann byrjað sex leiki.

Fyrir leikinn í dag er BATE á toppnum með eins stigs forskot á næstu lið. Það kemur örugglega ekkert annað til greina hjá Willum og félögum í dag en að styrkja forskot sitt á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner