Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 20. maí 2021 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Valbuena um valið á Benzema: Þetta er ákvörðun þjálfarans
Franski leikmaðurinn Mathieu Valbuena segist ánægður fyrir hönd Karim Benzema en framherjinn var valinn í franska landsliðið eftir sex ára útlegð.

Valbuena og Benzema eiga sér langa sögu. Þeir hafa ekki spilað landsleik fyrir Frakkland síðan 2015 en Benzema á að hafa kúgað Valbuena um peninga til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband yrði lekið af honum.

Það mál fer fer dóm síðar á þessu ári. Benzema var rekinn úr landsliðinu og þá hefur Valbuena ekki verið valinn í landsliðið síðan.

Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, valdi Benzema í 26-manna hópinn fyrir Evrópumótið á dögunum og er Valbuena ánægður fyrir hönd Benzema.

„Ef Benzema gefur franska liðinu meira en það sem það er með núna þá er þetta gott fyrir hann. Þetta spilast á vellinum," sagði Valbuena við RMC.

„Þetta er ákvörðun þjálfarans. Deschamps er sigurvegarinn hvernig sem horft er á þetta. Ef þetta gengur upp þá er hægt að segja að Benzema hafi náð að aðlgast en ef ekki þá mun enginn kenna honum um."

„Hann veit hvernig á að velja þessi landslið. Hann er mjög klár hvað þetta varðar. Hann lét mig ekki vita með þessa ákvörðun og ég bjóst heldur ekkert við því. Ég lifi mínu lífi og hef gaman á vellinum og hef ekki meira um þetta mál að segja,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner