Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mán 20. maí 2024 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Raya dreymir um að vera áfram hjá Arsenal
Mynd: Getty Images

David Raya markvörður Arsenal dreymir um að vera áfram hjá félaginu en hann var á láni frá Brentford út leiktíðina.


Raya kom gríðarlega sterkur inn í liðið og vann Gullhanskann en hann hélt hreinu í sextánda sinn þegar Arsenal vann Man Utd 1-0 í næst síðustu umferðinni.

Jordan Pickford var næstur á eftir honum en hann hélt þrettán sinnum hreinu.

Fabrizio Romano greinir frá því að hann muni ganga til liðs við Arsenal fyrir 27 milljónir punda.

„Ég myndi gjarnan vilja vera hjá Arsenal á næstu leiktíð.Það væri stórkostlegt ef af því verður. Það væri draumi líkast að skrifa undir hjá þessu félagi," sagði Raya.


Athugasemdir
banner
banner
banner