fim 20. júní 2013 08:06
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sporting Life 
Liverpool ekki búið að bjóða í Mkhitaryan
Mynd: Getty Images
Sergei Palkin framkvæmdastjóri Shakhtar Donetsk segir að Liverpool hafi ekki lagt fram tilboð í Henrikh Mkhitaryan miðjumann liðsins en félagið er samt tilbúið að hlusta á tilboð í leikmanninn.

Þessi 24 ára gamli leikamður hefur verið orðaður mikið við Liverpool upp á síð´kastið en hann er talinn kosta 22 milljónir punda.

Hann skoraði 25 mörk í úkraínsku deildinni á síðustu leiktíð sem er met en samt er félagið tilbúið að selja hann ef rétt er boðið.

,,Eins og þið vitið eru mismunandi sögur um Henrik Mkhitaryan," sagði Palkin við rússneska dagblaðið Izvestia. ,,En sagan hefur verið sterklega ýkt. Ég get staðfest að við höfum ekki heyrt neitt frá neinum frá Liverpool."

,,Henrik er mikilvægur leikmaður í liði okkar. Shakhtar vill halda honum en við erum tilbúnir að hlusta og íhuga öll tilboð í hann. Við höfum þegar sagt skilið við Willian og Fernandinho en félagið ætlar ekki bara að selja alla leikmenn. Fljótlega styrkjum við okkur með gæða leikmönnum í stað þeirra sem fóru."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner