" Þetta var ekki nægilega gott, þrátt fyrir það stjórnuðum við aðeins leiknum í fyrri hálfleik og erum að skapa okkur færi sem við nýtum ekki og þeir henda sér fyrir allt og verja markið sitt mjög vel og þeir unnu bara sannfærandi sigur" Sagði Rúnar Kristins eftir 0-3 tap gegn HK á heimavelli í dag.
Hvað fannst Rúnari vanta í leik dagsins miðað við sigurleikinn gegn Val seinasta laugardag?
"Við þurftum meiri hraða í okkar spili en það er erfitt þegar andstæðingurinn leggst neðarlega og verst svona vel og lokar svæðum, það er erfitt að halda uppi svona tempó í þessu þannig þetta eru tvö gjörólík lið sem við erum að spila við þannig það er ekkert hægt að líkja þessum leikjum saman"
Hvað fannst Rúnari vanta í leik dagsins miðað við sigurleikinn gegn Val seinasta laugardag?
"Við þurftum meiri hraða í okkar spili en það er erfitt þegar andstæðingurinn leggst neðarlega og verst svona vel og lokar svæðum, það er erfitt að halda uppi svona tempó í þessu þannig þetta eru tvö gjörólík lið sem við erum að spila við þannig það er ekkert hægt að líkja þessum leikjum saman"
Lestu um leikinn: KR 0 - 3 HK
Myndi Rúnar segja þetta væri áhyggjuefni?
" Það er alltaf áhyggjuefni þegar við töpum fótboltaleikjum og sama við hverja við erum að spila, þessi deild er bara sterk, HK sýndi góðan leik móti FH um daginn, sýndu góðan leik í dag og eru vel þjálfaðir, góðir agi á þeim en það er auðveldara að vinna ef þú nærð fyrsta markinu og þeir náðu því í dag og það gerði okkur erfitt fyrir"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir