Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fim 20. júní 2024 11:53
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Slóveníu og Serbíu: Öflugir sóknarmenn
Benjamin Sesko, sóknarmaður Slóveníu, mætir til leiks í München.
Benjamin Sesko, sóknarmaður Slóveníu, mætir til leiks í München.
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikur dagsins á Evrópumótinu er leikur Slóveníu og Serbíu sem hefst klukkan 13:00 á Allianz Arena í München. Liðin leika í C-riðli.

Slóvenar gerðu 1-1 jafntefli við Danmörku í fyrstu umferð þar sem Erik Janza jafnaði fyrir Slóveníu. Serbar töpuðu 0-1 gegn Englandi.

Slóvenía er ósigrað í síðustu sjö landsleikjum í öllum keppnum en hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum viðureignum sínum gegn Serbíu.

Benjamin Sesko stjörnusóknarmaður Slóvena er á sínum stað í fremstu víglínu. Hjá Serbum er Filip Kostic á meiðslalistanum og spilar ekki meira á mótinu svo Filip Mladenovic tekur hans stöðu í vinstri vængbakverðinum.

Aleksandar Mitrovic og Dusan Vlahovic leiða sóknarlínu Serba.

Byrjunarlið Slóveníu: Oblak; Karnicnik, Drkusic, Bijol, Janza; Stojanovic, Elsnik, Gnezda Cerin, Mlakar; Sporar, Sesko.

Byrjunarlið Serbíu: Rajkovic; Veljkovic, Milenkovic, Pavlovic; Živkovic, Ilic, Lukic, Mladenovic; Tadic; Mitrovic, Vlahovic.

Dómari: Istvan Kovacs (Rúmenía)
Athugasemdir
banner