Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fim 20. júní 2024 17:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Spánar og Ítalíu: Laporte kemur inn
Mynd: Getty Images
Klukkan 19:00 mætast Spánverjar og Ítalir í lokaleik dagsins á EM. Liðin eru bæði með þrjú stig í B-riðli. Spánn vann 3-0 sigur á Króatíu í fyrstu umferð riðilsins og Ítalir unnu 2-1 endurkomusigur gegn Albaníu.

Króatía og Albanía eru í 3.- 4. sæti riðilsins með eitt stig hvort.

Luis de la Fuente, þjálfari Spánar, gerir eina breytingu á sínu liði. Aymeric Laporte kemur inn í hjarta varnarinnar fyrir Nacho Fernandez.

Luciano Spalletti, þjálfari Ítalíu, gerir enga breytingu á sínu liði.

Byrjunarlið Spánar: Simon; Carvajal, Le Normand, Fernandez, Cucurella; Pedri, Rodri, Ruiz; Yamal, Morata og Williams.

Byrjunarlið Ítalíu: Donnarumma; Di Lorenzo, Bastoni, Calafiori, Dimarco; Jorginho, Barella, Frattesi, Pellegrini, Chiesa; Scamacca.
Athugasemdir
banner
banner