Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júlí 2019 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Tvö jafntefli og stórsigur Kormákar/Hvatar
Árborg gerði jafntefli við Samherja.
Árborg gerði jafntefli við Samherja.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Natan skoraði jöfnunarmark Elliða úr víti.
Natan skoraði jöfnunarmark Elliða úr víti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir voru í 4. deild karla í kvöld. Leikið var í A-, B- og D-riðlum.

A-riðill:
Í A-riðli mættust Árborg og Samherjar. Árborg komst yfir á 61. mínútu, en gestirnir að norðan jöfnuðu þegar lítið var eftir. Niðurstaðan jafntefli. Árborg kemst upp í annað sæti riðilsins með 20 stig á meðan Samherjar eru með 15 stig í fjórða sæti.

Árborg 1 - 1 Samherjar
1-0 Þorvarður Hjaltason ('61)
1-1 Alexander Arnar Þórisson ('90)

B-riðill:
Í B-riðli valtaði Kormákur/Hvöt yfir Afríku. Diego Moreno Minguez var öflugur hjá Kormáki/Hvöt og kom hann liðinu yfir á 13. mínútu. Afríka jafnaði á 37. mínútu, en Diego kom Kormáki/Hvöt aftur yfir fyrir leikhlé. Í seinni hálfleiknum setti Kormákur/Hvöt sex mörk og lokatölur því 8-1. Diego Moreno Minguez skoraði fernu og er markahæstur í riðlinum með 17 mörk. Kormákur/Hvöt er með 23 stig í þriðja sæti. Afríka er án stiga.

Kormákur/Hvöt 8 - 1 Afríka
Mörk Kormáks/Hvatar: Diego Moreno Minguez 4, Hilmar Þór Kárason 2, Hlynur Rafn Rafnsson og Kristófer Skúli Auðunsson.
Mark Afríku: Sjálfsmark.

D-riðill:
KFS og Elliði skildu jöfn í D-riðli. KFS komst tvisvar yfir en tvisvar jafnaði Elliði. Með sigri í þessum leik hefði Elliði farið á topp riðilsins, en liðið er í öðru sæti með 19 stig. KFS er í fjórða sæti riðilsins með tíu stig.

KFS 2 - 2 Elliði
1-0 Benedikt Októ Bjarnason ('20)
1-1 Nikulás Ingi Björnsson ('41)
2-1 Ásgeir Elíasson ('48)
2-2 Natan Hjaltalín ('50, víti)
Rautt spjald: Bjarki Ragnar Sturlaugsson, Elliði ('90)
Athugasemdir
banner
banner