Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. júlí 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Geggjað að vera kominn aftur á völlinn
Enok Eiðsson (Þróttur V.)
Enok fagnar marki með Gróttu á sínum tíma.
Enok fagnar marki með Gróttu á sínum tíma.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Þróttarar eru búnir að vinna þrjá leiki í röð.
Þróttarar eru búnir að vinna þrjá leiki í röð.
Mynd: Aðsend
Besti leikmaðurinn í 11. umferð 2. deildar karla var Enok Eiðsson, leikmaður Þróttar Vogum. Hann spilaði vel í góðum heimasigri liðsins gegn Völsungi.

„Ég var heilt yfir mjög sáttur með mína frammistöðu og frammistöðu liðsins. Úlfur og Siggi settu leikinn mjög vel upp og við náðum að framkvæma uppleggið virkilega vel sem skilaði okkur þessum þremur punktum," segir Enok um sigurinn gegn Völsungi.

Þróttarar eru búnir að leika sinn leik í 12. umferðinni. Þeir unnu Kára 4-3 þar sem sigurmarkið kom á 94. mínútu. Það vantaði stöðugleika í byrjun tímabilsins en liðið er núna búið að vinna þrjá leiki í röð og er komið í toppbaráttu.

Af hverju er hlutirnir að smella hjá Þrótturum núna?

„Það er erfitt að segja, en við fáum nokkra leikmenn rétt fyrir mót og það tekur alltaf sinn tíma að slípa lið saman. Það er líklega aðalástæðan hvers vegna við vorum lengi í gang."

„Leikurinn gegn Kára var hörkuleikur og Káramenn virkilega erfiðir í Höllinni, en við sýndum karakter og gáfumst ekki upp og það skilaði okkur mikilvægum þremur stigum."

Enok hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla en hefur komið öflugur inn í síðustu leikjum.

„Ég tognaði á liðbandi í hné og var frá í um fimm vikur. Það er geggjað að vera kominn aftur á völlinn og ennþá betra þegar það gengur svona vel hjá okkur. Ég er mjög sáttur með mína frammistöðu í síðustu leikjum og það skiptir miklu máli að hafa traust þjálfarana."

Deildin er gríðarlega jöfn og það virðast allir geta unnið alla. Það sást bersýnilega í síðustu umferð þegar Vestri tapaði gegn botnliði Tindastóls. Þróttarar eru vel mannaðir. Er markmiðið ekki að komast upp í Inkasso?

„Við erum með hörku hóp og við förum í alla leiki til að gera okkar allra besta til að vinna. Markmiðin okkar eru eitthvað sem við viljum halda innan hópsins," segir Enok.

„Ég hef spilað mörg tímabil í 2. deild, en ég man ekki eftir því að deildin hafi spilast svona. Það gerir hana bara enn meira spennandi og miklu skemmtilegra að fylgjast með henni."

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Bestur í 2. umferð: Kaelon Fox (Völsungur)
Bestur í 3. umferð: Aron Grétar Jafetsson (KFG)
Bestur í 4. umferð: Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Bestur í 5. umferð: Mehdi Hadraoui (Víðir)
Bestur í 6. umferð: Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
Bestur í 7. umferð: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
Bestur í 8. umferð: Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Bestur í 9. umferð: Daniel Garcia Blanco (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
Athugasemdir
banner
banner