banner
   þri 20. júlí 2021 17:12
Elvar Geir Magnússon
Kjartan Henry og Dusan í leikbanni í næstu umferð
Kjartan Henry hefur safnað fjórum spjöldum.
Kjartan Henry hefur safnað fjórum spjöldum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ fundaði í dag, eins og venjan er á þriðjudögum.

Eftir að hafa leikið tíu leiki í Pepsi Max-deildinni í sumar er sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason í KR búinn að safna fjórum gulum spjöldum og því í leikbanni í næstu umfferð.

Kjartan verður í banni þegar KR leikur gegn Fylki á mánudag. Hjá Árbæingum tekur Orri Sveinn Stefánsson út leikbann í þeim leik.

Miðvörðurinn Dusan Brkovic í KA tekur út leikbann gegn Leikni á sunnudaginn en hann hefur einnig safnað fjórum spjöldum.

Pétur Viðarsson, leikmaður FH, verður í banni gegn ÍA á sunnudaginn en hjá Skagamönnum tekur Jón Gísli Eyland Gíslason út leikbann.

Erlingur Agnarsson verður ekki með Víkingi gegn Stjörnunni á mánudag vegna leikbanns.

Í Lengjudeildinni eru Atli Hrafn Andrason (ÍBV), Andi Hoti (Þróttur), Orri Sigurjónsson (Þór) og Ólafur Aron Pétursson (Þór) á leið í bann vegna uppsafnaðra áminninga.

Smelltu hér til að sjá úrskurð aganefndar í heild sinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner