Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 20. júlí 2021 16:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sarri ekki sáttur með stuðningsmennina á æfingasvæðinu
Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Lazio voru mættir á æfingu hjá liðinu í síðustu viku og þeir létu vel í sér heyra.

Á einum tímapunkti fóru þeir hins vegar yfir strikið að mati þjálfarans, Maurizio Sarri.

Stuðningsmennirnir móðguðu sóknarmanninn Vedat Muriqi og Sarri tók það ekki í mál að leyfa þeim að komast upp með það. Hann stöðvaði æfinguna og ræddi við stuðningsmennina.

„Ef þið gerið þetta aftur, þá vísa ég ykkur héðan út," sagði Sarri.

Muriqi, sem er 27 ára, var keyptur til Lazio frá Fenerbache sumarið 2018 fyrir 17,5 milljónir punda. Hann skoraði aðeins eitt mark í 27 leikjum í Serie A á síðustu leiktíð og er því ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum í augnablikinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner