Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   þri 20. júlí 2021 22:56
Brynjar Ingi Erluson
Þór/KA missir erlenda leikmenn - Nabweteme í FH (Staðfest)
Miranda Smith og Sandra Nabweteme eru farnar frá Þór/KA og leika ekki meira með liðinu á tímabilinu.

Miranda, sem er frá Kanada, spilaði sex leiki með liðinu í deild- og bikar en hefur nú verið leyst undan samningi og heldur til síns heima í Kanada.

Nabweteme er landsliðskona frá Úganda en hún hefur spilað átta leiki og skorað þrjú mörk fyrir Þór/KA í sumar.

Hún fer á láni til FH í Lengjudeildinni og spilar með liðinu út tímabilið en FH er í baráttu um að komast aftur upp í Pepsi Max-deildina.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner