Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mið 20. júlí 2022 12:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Þeirra hættulegustu menn eru fæddir 2003 og 2004
Þetta er fínt fótboltalið en mér finnst að við eigum að geta unnið þá
Þetta er fínt fótboltalið en mér finnst að við eigum að geta unnið þá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar og Dóri Árna
Óskar og Dóri Árna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við viljum stíga á bensíngjöfina og keyra yfir þá strax frá byrjun
Við viljum stíga á bensíngjöfina og keyra yfir þá strax frá byrjun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deildin er frábær en þetta er skemmtilegt uppbrot, gefur öðruvísi krydd í hverdaginn
Besta deildin er frábær en þetta er skemmtilegt uppbrot, gefur öðruvísi krydd í hverdaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun mætir Breiðablik liði Budocnost (FK Budućnost Podgorica) í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Um er að ræða fyrri leik liðanna og fer hann fram á Kópavogsvelli. Budocnost endaði í 2. sæti deildarinnar í Svartfjallalandi á síðasta tímabili.

Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, í dag og var rætt við hann um andstæðingana sem og ýmislegt annað.

„Þetta er eitt af tveimur bestu liðunum í Svartfjallalandi, þeir fóru í gegnum lið frá Kósóvó í fyrstu umferð, árangur þeirra í Evrópukeppnum undanfarin ár er upp og ofan en þeir eru reynslumiklir. Þeir hafa verið að taka inn mjög unga, sterka og öfluga leikmenn inn í liðið. Þeirra tveir hættulegustu menn eru fæddir 2003 og 2004 - kantmenn. Þetta er fínt fótboltalið en mér finnst að við eigum að geta unnið þá," sagði Óskar.

Budocnost féll úr leik í Evrópu í fyrra, þá sem ríkjandi meistari í Svartfjallalandi, eftir tap gegn HJK frá Finnlandi í forkeppni Meistaradeildarinnar, 7-1 samanlagt, og svo tapaði liðið 6-0 samanlagt gegn HB frá Færeyjum í forkeppni Sambandsdeildarinanr.

„Kantmennirnir þeirra eru hættulegustu mennirnir. Þeir eru með örvfættan strák, (Lazar) Mijovic, á hægri kantinum og réttfætan strák, (Viktor) Djukanovic, á vinstri kantinum og hann skoraði bæði mörkin á móti Llapi í seinni leiknum í fyrstu umferðinni. Þetta eru leikmenn sem við þurfum að hafa gætur á."

„Þetta er gott lið sem við berum virðingu fyrir. Við þurfum að eiga góðan leik til að eiga möguleika gegn þeim en möguleikarnir eru svo sannarlega til staðar."


Þarft að vinna heimaleikinn
Liggja möguleikarnir helst í því að ná í hagstæð úrslit á heimavelli?

„Nú ætla ég ekki að segja að ég sé hokinn af reynslu í Evrópuleikjum en reynsla síðasta árs kenndi manni það að ef þú ætlar að eiga möguleika á að komast áfram þá þarftu að vinna heimaleikinn. Það er ekkert annað en það sem kemur til greina hjá okkur en að vinna leikinn á morgun, ná frumkvæðinu strax og halda því. Við viljum stíga á bensíngjöfina og keyra yfir þá strax frá byrjun."

Evrópa er snúin
Á mánudag var dregið í þriðju umferðina í forkeppninni og ef Breiðablik fer áfram mætir liðið annað hvort Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi eða Maccabi Netanya frá Ísrael.

„Auðvitað fylgdist maður með því, það er alltaf áhugavert að sjá hvað gerist mögulega eftir þessa umferð en eftir það hef ég hvorki leitt hugann að Tyrkjunum né Ísraelsmönnunum. Ég ætla bara að leyfa þeim að spila í friði og svo þurfum við fyrst og fremst bara að hugsa um sjálfa okkur. Við þurfum að sjá til þess að einbeitingin sé á þessu verkefni því það er bara nógu mikið."

„Ég hef áður sagt það að Evrópa er snúin, það er ekkert auðvelt að spila á móti liðum sem koma einhvern veginn með aðra nálgun, eru með öðruvísi hugarfar, leikstíl og leikmenn. En á sama tíma er það brjálæðislega skemmtilegt, skemmtilegt fyrir leikmennina að fá öðruvísi og krefjandi verkefni. Þetta eru rosalega skemmtilegir leikir og ég held það sé eitt af því sem drífir menn áfram í þessu - það er svo gaman að spila þessa leiki. Besta deildin er frábær en þetta er skemmtilegt uppbrot, gefur öðruvísi krydd í hverdaginn."


„Gæjar sem við þurfum að taka mjög alvarlega"
Gætum við séð Svartfellingana liggja eftir og reynt að tefja eða slíkt?

„Þeir eru klókir og þeim mun mikilvægara er fyrir okkur að byrja vel og ná frumkvæðinu strax. Ég held að þessir menn þurfi bara að gera það sem þarf til að ná úrslitum, ekkert ósvipað okkur, kannski með aðeins öðruvísi nálgun. Fyrst og síðast er þetta fínt fótboltalið, góðir leikmenn og margir hverjir þeirra hafa verið að spila með landsliði Svartfellinga. Þeir eru búnir að þétta raðirnar og eru auðvitað með þessa tvo kantmenn sem eru afburðagóðir og örugglega með efnilegri mönnum Svartfellinga í dag - miklar vonir bundnar við þá báða. Þetta eru gæjar sem við þurfum að taka mjög alvarlega."

Pétur Theódór Árnason glímir við erfið meiðsli og er áfram fjarri góðu gamni. Þá eru þeir Sölvi Snær Guðbjargarson og Elfar Freyr Helgason að koma til baka eftir meiðsli. „Þeir eru í hópnum á morgun en eru kannski ekki klárir til að spila, eru bara á mjög góðu róli. Allir aðrir eru klárir," sagði Óskar.

Viðtalið er lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum. Þar er Óskar spurður út í sænska félagið Norrköping sem hann var orðaður við á dögunum. Óskar er einnig spurður út í gluggann og sérstaklega þá Jason Daða Svanþórsson og Ísak Snæ Þorvaldsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner