Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 20. júlí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Brighton selur pólskan miðjumann til Tyrklands (Staðfest)
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton hefur selt pólska miðjumanninn Kacper Kozlowski til Gaziantep í Tyrklandi.

Kozlowski hefur verið á mála hjá Brighton síðustu tvö ár en tókst ekki að spila leik fyrir enska félagið.

Síðustu tvö tímabil spilaði hann á láni hjá Vitesse í Hollandi en hefur nú yfirgefið Brighton.

Pólski miðjumaðurinn samdi við Gaziantep í Tyrklandi til næstu þriggja ára.

Kozlowski, sem er tvítugur, á sex leiki að baki fyrir A-landslið Póllands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner