Þór tapaði gegn Þrótti á heimavelli í dag í Lengjudeildinni. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjáflara Þórs, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Þór 0 - 1 Þróttur R.
„Þróttur voru miklu miklu betri en við í 89 af 90 mínútum og áttu þennan sigur fyllilega skilið og hefðu átt að vinna þetta stærra," sagði Siggi.
Þór vann góðan sigur á Aftureldingu í síðustu umferð en liðinu hefur ekki tekist að tengja saman sigra á tímabilinu.
„Það er hræðilegt. Við vorum mjög slakir í dag og við hljótum að rífa okkur upp fyrir næsta leik og fara að tengja saman góðar frammistöður," sagði Siggi en næsti leikur liðsins er gegn ÍBV á heimavelli.
Auðunn Ingi Valtýsson markvörður Þórs lenti í samstuði við Kára Kristjánsson leikmann Þróttar og þurfti að flytja hann með sjúkrabíl af vellinum.
„Við vitum ekki stöðuna á honum. Vonandi verður í lagi með hann," sagði Siggi.