Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. ágúst 2019 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Lið 17. umferðar - Sjö nýliðar
Halldór Páll er í liði umferðarinnar.
Halldór Páll er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas.
Finnur Tómas.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
17. umferðin í Pepsi Max-deild karla lauk í gær með tveimur leikjum. Sex mörk voru skoruð í lokaleik umferðarinnar þegar Breiðablik og Valur gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli.

Þrír leikmenn úr þeim leik eru í liði umferðarinnar. Blikarnir, Davíð Ingvarsson og Brynjólfur Darri Willumsson sem skoraði tvívegis í leiknum. Þá er Birkir Már Sævarsson fulltrúi Vals en hann skoraði fyrsta mark leiksins.



Halldór Páll Geirsson markvörður ÍBV er í markinu en hann varði til að mynda vítaspyrnu Hallgríms Mar í uppbótartíma í 1-1 jafntefli ÍBV og KA á Hásteinsvelli á sunnudaginn.

Stjarnan fór illa með nýliða ÍA í Garðabænum þar sem leikar enduðu með 3-1 sigri Stjörnunnar. Baldur Sigurðsson var í nýju hlutverki sem miðvörður hjá Stjörnunni og skoraði þriðja mark liðsins í leiknum. Fyrsta mark Stjörnunnar skoraði hinn efnilegi Sölvi Snær Guðbjargarson.

Ólafur Ingi Skúlason er í miðverðinum með Baldri þrátt fyrir tap gegn FH 2-1 í Kaplakrikanum. FH-ingar geta þakkað Brandi Olsen fyrir sigurinn en hann skoraði bæði mörk Fimleikafélagsins í leiknum það seinna í uppbótartíma.

Eitt mark var skorað í Vesturbænum í gærkvöldi þegar KR tók á móti Víkingi. Finnur Tómas Pálmason er í liði umferðarinnar ásamt Óskari Erni Haukssyni sem er í liði umferðarinnar í sjöunda sinn í sumar.

Að lokum gerðu Grindavík og HK 1-1 jafntefli í Grindavík. Besti leikmaður vallarins þar var Ásgeir Börkur Ásgeirsson.

Sjá einnig:
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Innkastið - Keppst við að stimpla sig í fallbaráttu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner