Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 17:14
Elvar Geir Magnússon
Guðmundur Andri ekki með í fallslagnum gegn Grindavík
Guðmundur Andri Tryggvason.
Guðmundur Andri Tryggvason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík verður án Guðmundar Andra Tryggvasonar í fallbaráttuslag gegn Grindavík á sunnudagskvöld.

Sóknarmaðurinn hefur verið frábær í liði Víkinga undanfarnar vikur en hann hefur safnað fjórum áminningum í Pepsi Max-deildinni og þarf að taka út leikbann.

Hallur Flosason, leikmaður ÍA, er einnig kominn með fjögur gul spjöld og verður í banni þegar Skagamenn mæta ÍBV á laugardag. Hlynur Sævar Jónsson verður einnig í banni hjá ÍA í þeim leik.

Kennie Chopart, leikmaður KR, tekur út leikbann vegna uppsafnaðra áminninga þegar toppliðið mætir KA á sunnudag. Chopart fór meiddur af velli þegar KR vann Víking í gær.

Bjarni Ólafur Eiríksson tekur út leikbann vegna uppsafnaðra áminninga hjá Val þegar liðið leikur gegn Stjörnunni á mánudagskvöld en liðin berjast bæði um að ná Evrópusæti.

Morten Beck fékk rautt spjald í sigri FH gegn Fylki og tekur út leikbann í leik FH og Breiðabliks á sunnudag.

Inkasso-deildin
Á fundi aganefndar voru einnig nokkrir leikmenn í Inkasso-deildinni dæmdir í bann vegna uppsafnaðra áminninga en það er spennandi umferð framundan þar.

Bjarki Leósson verður í banni hjá Gróttu sem leikur gegn Fram á föstudag. Á sama tíma mætast Víkingur Ólafsvík og Fjölnir en heimamenn verða án Vignis Snæs Stefánssonar í þeim leik.

Þór tekur á móti Leikni í toppbaráttuslag á laugardaginn. Jónas Björgvin Sigurbergsson verður í banni hjá Þór en Ernir Bjarnason hjá Leikni.

Kristinn Þór Rósbergsson tekur út bann hjá Magna sem mætir Njarðvík í fallbaráttuslag á laugardag
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner