Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 11:25
Magnús Már Einarsson
Rúnar Alex fær samkeppni frá landsliðsmarkverði Senegal
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Getty Images
Franska félagið Dijon hefur fengið senegalska markvörðinn Alfred Gomis í sínar raðir frá SPAL á Ítalíu.

Það þýðir að Rúnar Alex fær aukna samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Dijon.

Rúnar Alex, sem er fastamaður í íslenska landsliðshópnum, hefur byrjað fyrstu tvo leikina hjá Dijon í frönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Gomis spilaði 20 leiki í Serie A á síðasta tímabili en hann hefur verið varamarkvörður senegalska landsliðsins, meðal annars á HM í fyrra.

Í sumar spilaði Gomis fimm leiki í Afríkukeppninni eftir að aðalmarkvörðurinn Edouard Mendy meiddist.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner