Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. september 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid tókst ekki að vinna fyrsta leik sinn
Ödegaard í leiknum gegn sínum gömlu félögum.
Ödegaard í leiknum gegn sínum gömlu félögum.
Mynd: Getty Images
Spánarmeistarar Real Madrid hófu titilvörn sína í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Martin Ödegaard var í byrjunarliði Madrídarstórveldisins en hann var í láni hjá Real Sociedad á síðustu leiktíð.

Real Madrid var sterkari aðilinn í leiknum en heimamenn í Sociedad gerðu vel og náðu stigi út úr leiknum. Ekkert mark var skorað og niðurstaðan markalaust jafntefli.

Annars byrja Betis, Cadiz og Granada á þremur stigum. Úrslit og markaskorara í leikjum dagsins á Spáni má sjá hér að neðan.

Huesca 0 - 2 Cadiz
0-1 Alvaro Negredo ('11 )
0-2 Jorge Pombo ('83 )

Granada CF 2 - 1 Alaves
1-0 Roberto Soldado ('7 )
1-1 Joselu ('22 )
2-1 Darwin Machis ('79 )

Real Sociedad 0 - 0 Real Madrid

Betis 2 - 0 Valladolid
1-0 Nabil Fekir ('10 , víti)
2-0 William Carvalho ('18 )
Athugasemdir
banner
banner
banner