Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   sun 20. september 2020 19:22
Daníel Smári Magnússon
Sveinn Þór: Ótrúlega svekktur
Lengjudeildin
Svenna fannst Magni eiga meira skilið í dag.
Svenna fannst Magni eiga meira skilið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ótrúlega svekktur. Miðað við hvað við lögðum í þennan leik og hvernig þetta spilaðist þá er ég bara mjög svekktur að við skyldum ekki fá neitt útúr þessum leik,'' sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna eftir 0-1 tap gegn Leikni R. í Lengjudeild karla í dag.

Lestu um leikinn: Magni 0 -  1 Leiknir R.

„Ég gat ekki séð hvort liðið væri í toppbaráttu og hvort liðið væri að berjast á botninum. Mér fannst ekki það mikill munur á þessum liðum í dag, þess vegna er ég svona ógeðslega svekktur að fá ekki meira útúr þessu.''

Leiknir R. skora eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem að Vuk Oskar Dimitrijevic fiskar. Sveinn var ósammála kollega sínum hjá Leikni um vítaspyrnudóminn og sagði hann rangan.

„Mér fannst það bara ekki vera víti. Það er bara þannig. En við erum lítið bæjarfélag úti á landi, staðan í deildinni er... já, ég meina mér fannst þetta svolítið svoleiðis,'' sagði svekktur Sveinn.

Magnamenn eru eldri en tvævetur í fallbaráttunni í næst efstu deild. Sveinn segir engan bilbug að finna á sínum mönnum.

„Við erum bara mjög brattir og bjartsýnir á þetta. Við þekkjum þessa stöðu alveg og miðað við hvað við erum að leggja í þennan leik að þá hef ég fulla trú á því að við eigum séns á að halda okkur uppi.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir