Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   sun 20. september 2020 19:22
Daníel Smári Magnússon
Sveinn Þór: Ótrúlega svekktur
Lengjudeildin
Svenna fannst Magni eiga meira skilið í dag.
Svenna fannst Magni eiga meira skilið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ótrúlega svekktur. Miðað við hvað við lögðum í þennan leik og hvernig þetta spilaðist þá er ég bara mjög svekktur að við skyldum ekki fá neitt útúr þessum leik,'' sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna eftir 0-1 tap gegn Leikni R. í Lengjudeild karla í dag.

Lestu um leikinn: Magni 0 -  1 Leiknir R.

„Ég gat ekki séð hvort liðið væri í toppbaráttu og hvort liðið væri að berjast á botninum. Mér fannst ekki það mikill munur á þessum liðum í dag, þess vegna er ég svona ógeðslega svekktur að fá ekki meira útúr þessu.''

Leiknir R. skora eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem að Vuk Oskar Dimitrijevic fiskar. Sveinn var ósammála kollega sínum hjá Leikni um vítaspyrnudóminn og sagði hann rangan.

„Mér fannst það bara ekki vera víti. Það er bara þannig. En við erum lítið bæjarfélag úti á landi, staðan í deildinni er... já, ég meina mér fannst þetta svolítið svoleiðis,'' sagði svekktur Sveinn.

Magnamenn eru eldri en tvævetur í fallbaráttunni í næst efstu deild. Sveinn segir engan bilbug að finna á sínum mönnum.

„Við erum bara mjög brattir og bjartsýnir á þetta. Við þekkjum þessa stöðu alveg og miðað við hvað við erum að leggja í þennan leik að þá hef ég fulla trú á því að við eigum séns á að halda okkur uppi.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner