Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 20. september 2020 19:22
Daníel Smári Magnússon
Sveinn Þór: Ótrúlega svekktur
Lengjudeildin
Svenna fannst Magni eiga meira skilið í dag.
Svenna fannst Magni eiga meira skilið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ótrúlega svekktur. Miðað við hvað við lögðum í þennan leik og hvernig þetta spilaðist þá er ég bara mjög svekktur að við skyldum ekki fá neitt útúr þessum leik,'' sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna eftir 0-1 tap gegn Leikni R. í Lengjudeild karla í dag.

Lestu um leikinn: Magni 0 -  1 Leiknir R.

„Ég gat ekki séð hvort liðið væri í toppbaráttu og hvort liðið væri að berjast á botninum. Mér fannst ekki það mikill munur á þessum liðum í dag, þess vegna er ég svona ógeðslega svekktur að fá ekki meira útúr þessu.''

Leiknir R. skora eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem að Vuk Oskar Dimitrijevic fiskar. Sveinn var ósammála kollega sínum hjá Leikni um vítaspyrnudóminn og sagði hann rangan.

„Mér fannst það bara ekki vera víti. Það er bara þannig. En við erum lítið bæjarfélag úti á landi, staðan í deildinni er... já, ég meina mér fannst þetta svolítið svoleiðis,'' sagði svekktur Sveinn.

Magnamenn eru eldri en tvævetur í fallbaráttunni í næst efstu deild. Sveinn segir engan bilbug að finna á sínum mönnum.

„Við erum bara mjög brattir og bjartsýnir á þetta. Við þekkjum þessa stöðu alveg og miðað við hvað við erum að leggja í þennan leik að þá hef ég fulla trú á því að við eigum séns á að halda okkur uppi.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner