Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. september 2021 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Bond léttur: Veit ekki hvað þú ert að tala um
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Vogum leikur í næst efstu deild á næstu leiktíð eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari í 2. deild í ár.

Sigurður Gísli Bond Snorrason betur þekktur sem Siggi Bond var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir síðasta leik tímabilsins gegn KV á dögunum.

Þar var hann spurður út í standið á sér. Hvernig er svona staðan á þér? Þú hefur ekki verið að spila mikið.

„Nei, ég er búinn að vera meiddur í síðustu leikjum en ég er búinn að spila flesta leiki og stoðsendingahæstur þannig ég veit ekki hvað þú ert að tala um," sagði Siggi og brosti.

Hvernig er skrokkurinn?

„Hann er hræðilegur, ég er tognaður framan á læri, er búinn að spila síðustu þrjá leiki þannig en maður þarf að koma inná og gera eitthvað."
Siggi Bond: Vorum lang besta liðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner