Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. september 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Sjúkraþjálfari Man City fylgir Haaland í landsliðsverkefni
Markahrókurinn magnaði Erling Haaland.
Markahrókurinn magnaði Erling Haaland.
Mynd: EPA
Norski sóknarmaðurinn Erling Haaland hefur spilað 825 af 900 mínútum Englandsmeistara Manchester City á tímabilinu. Hann er nú mættur til Noregs í landsliðsverkefni.

„City hefur stýrt álaginu á honum mjög vel. Ég skal alveg viðurkenna að ég verð samt stressaður þegar ég horfi á hann spila. Ég öskraði á sjónvarpið þegar hann hljóp um allt 'eins og kjáni' og hrópaði eftir boltanum í stöðunni 3-0 gegn Wolves því hann vildi skora 4-0. Ég hrópaði að það væru mikilvægari leikir framundan!" segir Stale Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs.

Haaland var talsvert á meiðslalistanum á síðasta tímabili og missti af 34,8% leikja Borussia Dortmund. Hingað til hefur hann náð að vera meiðslalaus hjá Manchester City.

En félagið tekur enga áhættu og einn úr sjúkraþjálfarateymi City fylgir Haaland hvert fótmál í landsliðsverkefninu. Mario Pafundi heitir sá maður og er ítalskur.

„Hann er ekki bara hérna að aðstoða Erling. Það geta allir leitað til hans," segir Solbakken og staðfestir að Haaland hafi beðið um að hann kæmi í verkefnið. „Hann er væntanlega ánægður með að hafa einhvern sem þekkir líkama hans út og inn."

Noregur mætir Slóveníu á laugardaginn og fær svo Serbíu í heimsókn í næstu viku. Báðir leikirnir eru í Þjóðadeild UEFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner