Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mið 20. september 2023 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Máni Austmann: Þetta er galið en hann viðurkenndi mistökin
Lengjudeildin
Máni Austmann Hilmarsson
Máni Austmann Hilmarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Austmann Hilmarsson, leikmaður Fjölnis, var svekktur með 1-0 tapið gegn Vestra, en er spenntur fyrir sunnudeginum er liðin mætast öðru sinni í undanúrslitum í umspili Lengjudeildarinnar.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Fjölnismenn voru óánægðir með margt í leiknum. Liðið vildi vítaspyrnu á 60. mínútu er varnarmaður Vestra handlék boltann í teignum.

Silas Songani skoraði á 29. mínútu fyrir Vestra og dugði það til sigurs, en Máni segir að liðið hafi átt að fá vítaspyrnu.

„Jújú, það er einn leikur búinn og annar eftir og þá verður hægt að spila fótbolta á alvöru grasi, en eins og þú orðar þetta, sleppum með 1-0, við áttum að fá víti. Þegar það kom bolti inn í teig þá var kastað bolta inná af boltasækjara. Þetta er svolítið 'dirty'“

„Það kemur 'cross' inn í og hafsentinn grípur hann eða slær hann með höndinni. Ég er kominn einn í gegn og er að fara skalla eða sparka hann inn. Þetta er galið, en hann viðurkenndi mistökin. Þetta er pirrandi,“
sagði Máni, sem var síðan spurður hvort hann væri klár á reglunum.

„Nei, en það hlýtur að vera hendi þegar hann slær hann fyrir ofan hausinn á sér.“

Staðan er 1-0 í einvíginu og sagði Máni að leikmenn Vestra hafi fagnað eins og þetta væri búið, en hann getur ekki beðið eftir síðari leiknum á Extra-vellinum, sem fer fram á sunnudag.

„Við ætluðum ekki að pressa á þá en byrjuðum of mikið að leyfa þeim að halda í boltann og koma út á bakverðina. Það er bara 1-0 og þeir fagna eins og þeir séu búnir að vinna, þannig er bara spenntur fyrir sunnudeginum,“ sagði Máni í lokin við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner