Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   mið 20. september 2023 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Máni Austmann: Þetta er galið en hann viðurkenndi mistökin
Lengjudeildin
Máni Austmann Hilmarsson
Máni Austmann Hilmarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Austmann Hilmarsson, leikmaður Fjölnis, var svekktur með 1-0 tapið gegn Vestra, en er spenntur fyrir sunnudeginum er liðin mætast öðru sinni í undanúrslitum í umspili Lengjudeildarinnar.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Fjölnismenn voru óánægðir með margt í leiknum. Liðið vildi vítaspyrnu á 60. mínútu er varnarmaður Vestra handlék boltann í teignum.

Silas Songani skoraði á 29. mínútu fyrir Vestra og dugði það til sigurs, en Máni segir að liðið hafi átt að fá vítaspyrnu.

„Jújú, það er einn leikur búinn og annar eftir og þá verður hægt að spila fótbolta á alvöru grasi, en eins og þú orðar þetta, sleppum með 1-0, við áttum að fá víti. Þegar það kom bolti inn í teig þá var kastað bolta inná af boltasækjara. Þetta er svolítið 'dirty'“

„Það kemur 'cross' inn í og hafsentinn grípur hann eða slær hann með höndinni. Ég er kominn einn í gegn og er að fara skalla eða sparka hann inn. Þetta er galið, en hann viðurkenndi mistökin. Þetta er pirrandi,“
sagði Máni, sem var síðan spurður hvort hann væri klár á reglunum.

„Nei, en það hlýtur að vera hendi þegar hann slær hann fyrir ofan hausinn á sér.“

Staðan er 1-0 í einvíginu og sagði Máni að leikmenn Vestra hafi fagnað eins og þetta væri búið, en hann getur ekki beðið eftir síðari leiknum á Extra-vellinum, sem fer fram á sunnudag.

„Við ætluðum ekki að pressa á þá en byrjuðum of mikið að leyfa þeim að halda í boltann og koma út á bakverðina. Það er bara 1-0 og þeir fagna eins og þeir séu búnir að vinna, þannig er bara spenntur fyrir sunnudeginum,“ sagði Máni í lokin við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner