Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 20. september 2023 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Máni Austmann: Þetta er galið en hann viðurkenndi mistökin
Lengjudeildin
Máni Austmann Hilmarsson
Máni Austmann Hilmarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Austmann Hilmarsson, leikmaður Fjölnis, var svekktur með 1-0 tapið gegn Vestra, en er spenntur fyrir sunnudeginum er liðin mætast öðru sinni í undanúrslitum í umspili Lengjudeildarinnar.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Fjölnismenn voru óánægðir með margt í leiknum. Liðið vildi vítaspyrnu á 60. mínútu er varnarmaður Vestra handlék boltann í teignum.

Silas Songani skoraði á 29. mínútu fyrir Vestra og dugði það til sigurs, en Máni segir að liðið hafi átt að fá vítaspyrnu.

„Jújú, það er einn leikur búinn og annar eftir og þá verður hægt að spila fótbolta á alvöru grasi, en eins og þú orðar þetta, sleppum með 1-0, við áttum að fá víti. Þegar það kom bolti inn í teig þá var kastað bolta inná af boltasækjara. Þetta er svolítið 'dirty'“

„Það kemur 'cross' inn í og hafsentinn grípur hann eða slær hann með höndinni. Ég er kominn einn í gegn og er að fara skalla eða sparka hann inn. Þetta er galið, en hann viðurkenndi mistökin. Þetta er pirrandi,“
sagði Máni, sem var síðan spurður hvort hann væri klár á reglunum.

„Nei, en það hlýtur að vera hendi þegar hann slær hann fyrir ofan hausinn á sér.“

Staðan er 1-0 í einvíginu og sagði Máni að leikmenn Vestra hafi fagnað eins og þetta væri búið, en hann getur ekki beðið eftir síðari leiknum á Extra-vellinum, sem fer fram á sunnudag.

„Við ætluðum ekki að pressa á þá en byrjuðum of mikið að leyfa þeim að halda í boltann og koma út á bakverðina. Það er bara 1-0 og þeir fagna eins og þeir séu búnir að vinna, þannig er bara spenntur fyrir sunnudeginum,“ sagði Máni í lokin við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner