Frenkie De Jong, miðjumaður Barcelona, var einn af bestu leikmönnum liðsins í 5-0 stórsigrinum á Antwerp í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær.
Það var umtal um að De Jong myndi yfirgefa Barcelona á síðasta ári en Manchester United var áhugasamt.
Barcelona reyndi á þeim tímapunkti að koma honum frá félaginu en De Jong haggaðist ekki. Draumur hans var að spila fyrir Barcelona og sú hugmynd að spila annars staðar heillaði ekki.
Þegar glugginn lokaði var hann enn leikmaður Barcelona og verið með bestu mönnum síðan. Xavi, þjálfari liðsins, vonast til að framlengja samning hans.
„Auðvitað. Ég myndi framlengja samning Frenkie de Jong með lokuð augun. Hann er lykilmaður hjá okkur og á besta augnabliki ferilsins,“ sagði Xavi.
Athugasemdir