Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   mið 20. september 2023 08:05
Elvar Geir Magnússon
Tottenham með kauprétt á Kane þegar hann fer frá Bayern
Powerade
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: EPA
Evan Ferguson.
Evan Ferguson.
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsdale.
Aaron Ramsdale.
Mynd: EPA
Það er ýmislegt í gangi í boltanum. Kane, Toney, Barco, Vermeeren, Antonio, De Gea og Valverde eru meðal þeirra sem eru í slúðurpakka dagsins.

Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham segir að félagið sé með kauprétt á Harry Kane (30) og geti fengið enska sóknarmanninn til baka ef hann yfirgefur Bayern München. (Football.London)

Kane hefði beðið með það til næsta sumars að skrifa undir hjá Manchester United á frjálsri sölu ef hann hefði verið fullvissaður um að fá skipti á Old Trafford. (Mail)

Real Madrid hafði lagt fram 60 milljóna punda tilboð í Kane áður en enski landsliðsfyrirliðinn fór til Bayern München í sumar. Paris St-Germain lagði einnig fram fyrirspurn. (The Athletic)

Thomas Frank stjóri Brentford segir að hann myndi skoða það að selja sóknarmanninn Ivan Toney (27) í janúar ef rétt tilboð berst. (Sky Sports)

Arsenal, Chelsea og Tottenham hafa öll áhuga á Toney en Brentford er tilbúið að selja hann fyrir 60 milljónir punda. (Mirror)

Arsenal sendi njósnara á leik Reading og Exeter í bikarkeppni neðri deilda á þriðjudag. Arsenal hefur áhuga á enska framherjanum Caylan Vickers (18) og Ný-sjálenska varnarmanninum Tyler Blindon (18), sem báðir eru hjá Reading. (Express)

Arsenal hefur einnig áhuga á enska framherjanum Jamie Bynoe-Gittens (19) hjá Borussia Dortmund. (Fichajes)

Boca Juniors vonast til að gera samkomulag við argentínska varnarmanninn Valentin Barco (19) um nýjan samning, þrátt fyrir áhuga frá Brighton. (90min)

Aston Villa er í viðræðum um nýjan samning við enska varnarmanninn Ezri Konsa (25). (Mail)

Barcelona hefur sýnt Arthur Vermeeren (18) hjá Royal Antwerpen í Belgíu áhuga. Miðjumanninum unga er líkt við Sergio Busquets. (90min)

Richard Arnold framkvæmdastjóri Manchester United hélt rafrænan fund með starfsfólki til að ræða óánægju þess með hina ýmsu hluti. (Telegraph)

Brighton hafnaði 50 milljóna punda tilboði Manchester United í írska sóknarmanninn Evan Ferguson (18) í sumar. (ESPN)

Aaron Ramsdale (25) markvörður Arsenal er ekki að leitast eftir því að yfirgefa félagið. Hann var settur út úr liðinu síðasta sunnudag. (90min)

Chelsea og Bayern München fylgjast með stöðu mála hjá Ramsdale. (Mirror)

Gerry Cardinale eigandi AC Milan hefur rætt við Zlatan Ibrahimovic (41) um að taka sæti í stjórn félagsins. (Football Italia)

John Terry (42) fyrrum fyrirliði Chelsea er hluti af fjárfestahóp sem hefur áhuga á að kaupa 10% hlut í félaginu. Todd Boehly er opinn fyrir nýju fjármagni. (Telegraph)

Michail Antonio (33) framherji West Ham vill vera áfram á London leikvangnum og gera nýjan samning við félagið. (Football Insider)

Spænsku félögin Real Betis og Valencia hafa bæði áhuga á spænska markverðinum David de Gea (32) sem er félagslaus eftir að hafa yfirgefið Manchester United í sumar. (Fichajes)

Julian Nagelsmann, fyrrum stjóri Bayern München, mun rifta samningi við Bayern sem er enn í gildi til að taka við þýska landsliðinu. Hann gefur þá eftir 17 milljónir punda. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner